Akureyrarkirkja

Vefur Akureyrarkirkju

FrÚttir

Samvera eldri borgara

Samvera eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 5. febrúar kl. 15.00. Sigurður Hermannsson formaður félags eldri borgara segir frá starfsemi félagsins. Óskar Pétursson syngur.
Kvenfélag Akureyrarkirkju sér um kaffiveitingar. Verð kr. 1000.- 
Bíll fer frá Víðilundi kl. 14.25, Mýrarvegi kl. 14.35 og Hlíð kl. 14.45.

Sunnudagur 1. febr˙ar

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson.
Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.
Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11.00.

Umsjón sr. Hildur Eir Bolladóttir.

Komdu og sjß­u virginalinn!Fyrsta fræðslukvöld Barokksmiðju Hólastiftis á vormisseri 2015.

Vissir þú að á ofanverðri nítjándu öld voru gerðar tilraunir með að smíða píanó með plokkuðum strengjum en ekki slegnum? Og áfjórtándu öld sat fólk með líru og plokkaði hana, ef til vill með fuglsfjöðrum. Þarna á milli er spennandi saga sembalhljóðfæranna. Sú saga var litríkust frá því á sextándu öld og fram eftir þeirri átjándu en síðan var hljótt um þessa tegund hljóðfæra allt þar til þau gengu í endurnýjun lífdaganna með endurreisn barokktónlistar um miðja tuttugustu öld. Barokksmiðjan rumskar á nýju ári og heldur á næstu vikum fjögur fræðslukvöld um barokktónlist. Fyrsta kvöldið verður haldið miðvikudagskvöldið 28. janúar í kapellu Akureyrarkirkju. Þar er athvarf virginals Barokksmiðjunnar og þar eru allir velkomnir til að sjá hljóðfærið og kynnast sögu sembalhljóðfæra. Eyþór Ingi Jónsson og Pétur Halldórsson stikla á stóru í þessari sögu, sýna myndir, leika tóndæmi og Eyþór leikur á virginalinn góða sem Barokksmiðjan eignaðist árið 2013. Sungið verður með undirleik sembalsins og þar kemur Elvý G. Hreinsdóttir til liðs við þá Eyþór og Pétur. Auk alls þessa verður hljóðfærið sýnt, því lýst og eiginleikum þess en sömuleiðis sérstæðri stillingu þess. Virginallinn er ekki jafnstilltur eins og nútíma píanó eða -orgel. Hann er í svokallaðri meantone-stillingu þar sem þríundir eru tandurhreinar. Það gefur færi á að huga svolítið að hljóðeðlisfræðinni og velta fyrir sér hvað gerir að verkum að eitthvað hljómar hreint og annað ekki. Þetta verður notaleg og afslöppuð stund með virginalnum og gestir verða hvattir til að spyrja spurninga og taka þátt í spjalli og vangaveltum. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Menningarráð Eyþings styrkir verkefnið

Ă­ruleysismessa felld ni­ur

Heil og sæl öll. Eftir samtal við vegagerð og veðurfræðing hjá veðurstofunni hefur verið ákveðið að fella niður Æðruleysismessuna í kvöld. Það er að koma hér yfir okkur afar slæm suðvestan lægð 34-36 metrar föstum vindi og meiri í hviðum með éljagangi og veðurstofan varar við að fólk sé á ferð á meðan þetta gengur yfir. Við tökum mark á því og frestum messunni um tvær til þrjár vikur. Verður auglýst betur síðar. Gott væri ef fólk væri til í að deila þessu þannig að uppl. komi til skila til sem flestra. Vonandi verða veðurguðirnir betri við okkur í þriðja sinn og það gildi ekki í þessu, að allt sé þegar þrennt er. Kær kveðja, Sunna Dóra, Oddur Bjarni og Hjalti.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskrßning