Akureyrarkirkja

Vefur Akureyrarkirkju

Fréttir

Nýtt Safnaðarblað Akureyrarkirkju

Nýtt Safnaðarblað Akureyrarkirkju kom út þann 9. apríl síðasliðinn.
Smelltu hér til að sjá það.

Akureyrarkirkju um páska

Skírdagur
Kyrrðar- og fyrirbænastund í Akureyrarkirkju kl. 12.00.

Föstudagurinn langi
Kyrrðarstund við krossinn í Akureyrarkirkju kl. 21.00.
Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.
Miðnæturtónleikar í myrkri í Akureyrarkirkju kl. 23.00.
Michael Jón Clarke baritónsöngvari og Eyþór Ingi Jónsson organisti halda miðnæturtónleika í óupplýstri kirkjunni. Flutt verða 12 sönglög eftir Michael, lög sem hann samdi við passíusálma Hallgríms Péturssonar.
Aðgangseyrir er kr. 2000.

Páskadagur 
Upprisuhátíð í Akureyrarkirkju, Hátíðarmessa kl. 8.00.
Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson. Kór Akureyrarkirkju syngur. 
Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.
Páskahlátur í Safnaðarheimilinu strax að messu lokinni.

Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Umsjón sr. Sunna Dóra Möller, Hjalti Jónsson, Sigríður Hulda Arnardóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Barnakór Akureyrarkirkju syngur.

Annar í páskum
Hátíðarmessa í Minjasafnskirkju kl. 17.00.
Prestur er sr. Guðmundur Guðmundsson. Félgar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Petra Björk Pálsdóttir. 


Akureyrarkirkja 11.-13. apríl

Föstudagur 11. apríl
Æfing fermingarbarna í kapellu kl. 15.00 (þau sem fermast 12. apríl).
Æfing fermingarbarna í kapellu kl. 16.00 (þau sem fermast 13. apríl).


Laugardagur 12. apríl
Fermingarmessa í Akureyrarkirkju kl. 10.30.
Prestar er sr. Svavar Alfreð Jónsson og sr. Sunna Dóra Möller.
Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur.
Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Pálmasunnudagur 13. apríl
Fermingarmessa í Akureyrarkirkju kl. 10.30.
Prestar er sr. Svavar Alfreð Jónsson og sr. Sunna Dóra Möller.
Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur.
Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.


Tónleikar Stúlknakórs Akureyrarkirkju


Fimmtudaginn 10. apríl kl. 20:00 verða tónleikar Stúlknakórsins í Akureyrarkirkju. Þar mun kórinn syngja ýmis lög sem æfð hafa verið í vetur, íslensk og erlend, ný og gömul. Að auki munu nokkrar stúlkur syngja einsöng og Una Haraldsdóttir leikur einleik á orgel.

Söngkonurnar í Stúlknakórnum eru nú þrjátíu talsins á aldrinum 13 – 18 ára og hefur kórastarfið verið mjög fjölbreytt í vetur. Kórinn hélt jólatónleika ásamt Karlakór Akureyrar – Geysir, tók þátt í tónleikum Guðrúnar Gunnarsdóttur í Hofi, söng í messum í Akureyrarkirkju, dvaldi í æfingabúðum í Svarfaðardal eina helgi á haustdögum og svo mætti áfram telja. Sumarið 2015 stefnir kórinn á að fara í söngferð til útlanda og safnar í ferðasjóð með söng.

Stjórnandi Stúlknakórsins er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og undirleikari á tónleikunum er Valmars Väljaots. Miðaverð er 1000 kr. og allir eru velkomnir.


Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning