Akureyrarkirkja

Vefur Akureyrarkirkju

FrÚttir

Akureyrarkirkju um jˇl

Aðfangadagur jóla 24. desember
Aftansöngur í Akureyrarkirkju kl. 18.00.
Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson.
Kór Akureyrarkirkju syngur.
Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
Miðnæturmessa í Akureyrarkirkju kl. 23.30.
Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir.
Kammerkórinn Hymnodia syngur.
Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Jóladagur 25. desember
Hátíðarmessa í Akureyrarkirkju kl. 14.00.
Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson.
Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.
Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Annar dagur jóla 26. desember
Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00.

Prestur er sr. Sunna Dóra Möller.
Barnakórar Akureyrarkirkju syngja og flytja helgileik undir stjórn
Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur.
Jólatrésskemmtun í Safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.
Guðsþjónusta á Lögmannshlíð kl. 14.00 og á Hlíð kl. 15.30.
Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir.
Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.
Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.
Guðsþjónusta í Minjasafnskirkjunni kl. 17.00.
Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir.
Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.
Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

═slensk jˇl - Sigur­ur Flosason og Hymnodia


Íslensk jól - Sigurður Flosason og Hymnodia í Akureyrarkirkju mánudaginn 22. desember
kl. 21.00.

Jólatónleikar Hymnodiu hafa ávallt verið gríðarlega vel sóttir. Á þeim er sköpuð kyrrlát stemmning, slökkt er á raflýsingu kirkjunnar, ekkert er talað og engar þagnir milli laga. Tónleikarnir mynda því klukkustundar langa heild, þar sem tónleikagestir geta látið þreytu líða úr sér, notið kyrrðar og samveru rétt fyrir jólin. 
Í ár spilar hinn magnaði saxófónleikari, Sigurður Flosason, með Hymnodiu. Sigurður hefur í áraraðir verið einn virtasti og afkastamesti tónlistarmaður þjóðarinnar. Hann mun spila á ýmis blásturshljóðfæri sem og slagverkshljóðfæri. Á tónleikunum verða eingöngu flutt íslensk jólalög, bæði gömul og ný, vel þekkt og óþekkt.

Forsala aðgöngumiða er í Eymundsson, Hafnarstræti.
Miðaverð er kr. 2000.


Menningarráð Eyþings styrkir samstarf Sigurðar Flosasonar og Hymnodiu.

Sunnudagur 21. desember, 4. sunnudagur Ý a­ventu

Aðventustund fyrir alla fjölskylduna í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Umsjón sr. Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson.

ATHUGIđ !

Vegna veðurs og ófærðar verður ekki messa og sunnudagaskóli í Akureyrarkirkju í dag, sunnudaginn 14. desember.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskrßning