Akureyrarkirkja

Vefur Akureyrarkirkju

Fréttir

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 2014


Dagskrá Sumartónleika í Akureyrarkirkju 2014 má finna hér
Næstkomandi sunnudag 27. júlí 
flytja Jón Þorsteinsson og Eyþór Ingi Jónsson íslenska sálma og söngverk eftir Bach og Händel. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og er aðgangur ókeypis.

Opnunartími Akureyrarkirkju í sumar

Opnunartími Akureyrarkirkju frá 2. júní til 29. ágúst er kl. 10.00-16.00 virka daga. Kvöld- og ferðamannakirkjan er opin frá 15. júní  til
15. ágúst 
kl. 16.00-19.00 sunnudaga til fimmtudaga.

Athygli skal vakin á því að kirkjan er lokuð þegar útfarir eða aðrar athafnir fara fram og er það auglýst sérstaklega á kirkjudyrunum, eins er hægt að hafa samband í síma 462 7700 eða á netfangið akirkja@akirkja.is til að fá frekari upplýsingar.

Fermingar 2015

Þessa dagana stendur yfir skráning í fermingarfræðsluna veturinn 2014-2015. Mjög mikilvægt er að skila inn skráningarblaði sem fyrst (ekki nauðsynlegt að ákveða fermingardaginn strax) svo hægt verði að senda nánari upplýsingar varðandi skráningu í ferðina í fermingarskólann að Vestmannsvatni í ágúst og um upphaf fræðslunnar.
Nánari upplýsingar má fá í síma 462-7700 milli kl. 9.00 og 13.00 eða senda tölvupóst á netfangið gyda@akirkja.is

Skráningarblað má nálgast hér.

Fermingardagar vorsins 2015 eru:
Laugardagurinn 28. mars, Pálmasunnudagur 29. mars, laugardagurinn 9. maí, laugardagurinn 23. maí, Hvítasunnudagur 24. maí og laugardagurinn 6. júní. 

Sunnudagur 27. júlí

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Prestur er sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir.

Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.
Einsöngur: Jón Þorsteinsson.
Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju kl. 17.00.
Jón Þorsteinsson og Eyþór Ingi Jónsson flytja íslenska sálma og söngverk eftir Bach og Händel.
Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og er aðgangur ókeypis.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning