Akureyrarkirkja

Vefur Akureyrarkirkju

Fréttir

Opnunartími Akureyrarkirkju í sumar

Opnunartími Akureyrarkirkju frá 2. júní til 29. ágúst er kl. 10.00-16.00 virka daga. Kvöld- og ferðamannakirkjan er opin frá 15. júní  til
15. ágúst 
kl. 16.00-19.00 sunnudaga til fimmtudaga.

Athygli skal vakin á því að kirkjan er lokuð þegar útfarir eða aðrar athafnir fara fram og er það auglýst sérstaklega á kirkjudyrunum, eins er hægt að hafa samband í síma 462 7700 eða á netfangið akirkja@akirkja.is til að fá frekari upplýsingar.

Fermingar 2015

Þessa dagana stendur yfir skráning í fermingarfræðsluna veturinn 2014-2015. Mjög mikilvægt er að skila inn skráningarblaði sem fyrst (ekki nauðsynlegt að ákveða fermingardaginn strax) svo hægt verði að senda nánari upplýsingar varðandi skráningu í ferðina í fermingarskólann að Vestmannsvatni í ágúst og um upphaf fræðslunnar.
Nánari upplýsingar má fá í síma 462-7700 milli kl. 9.00 og 13.00 eða senda tölvupóst á netfangið gyda@akirkja.is

Skráningarblað má nálgast hér.

Fermingardagar vorsins 2015 eru:
Laugardagurinn 28. mars, Pálmasunnudagur 29. mars, laugardagurinn 9. maí, laugardagurinn 23. maí, Hvítasunnudagur 24. maí og laugardagurinn 6. júní. 

Sunnudagur 3. ágúst

Helgistund í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson. Tónlistarflutningur: Elísa Sigríður Vilbergsdóttir sópran og Andreas Baumeister baritón.

Sunnudagur 27. júlí

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Prestur er sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir.

Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.
Einsöngur: Jón Þorsteinsson.
Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju kl. 17.00.
Jón Þorsteinsson og Eyþór Ingi Jónsson flytja íslenska sálma og söngverk eftir Bach og Händel.
Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og er aðgangur ókeypis.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning