Kirkjulistavika

11. Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju

3. - 10. maí 2009

 

Sunnudagur 3. maí

Lokahátíð barnastarfsins kl. 11.00.
Barnakórar Akureyrarkirkju flytja lög úr söngleiknum Mamma Mia undir stjórn Heimis Bjarna Ingimarssonar
Umsjón, sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir og sr. Jóna Lovísa Jónsdóttir.
Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
Setning Kirkjulistaviku, Rafn Sveinsson, formaður Sóknarnefndar Akureyrarkirkju.
Grill og gaman í Safnaðarheimilinu strax á eftir.
Opnun sýningar Bryndísar Kondrup „Effaþa“ í Safnaðarheimilinu kl. 15.00.
Tónleikar kammerkórsins Hymnodiu ásamt kammersveit kl. 16.00.
Flutt verður ,,Missa Sapientiae" og ,,Credo" eftir Antonio Lotti, „Concerto grosso í a-moll“ eftir Antonio Vivaldi og mótettan ,,Singet den Herrn ein neues Lied" eftir Johann Sebastian Bach. Einleikarar, Lára Sóley Jóhannsdóttir og Peter Hanson.
Miðaverð er kr. 2000, kr. 1500 fyrir ellilífeyrisþega og fólk á aldrinum 12-18 ára. Forsala aðgöngumiða í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju virka daga á milli kl. 9.00 og 13.00, verð í forsölu kr. 1500.

Mánudagur 4. maí
„Effaþa“, sýning Bryndísar Kondrup í Safnaðarheimilinu kl. 9.00-16.00.
Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju kl. 12.10.

Haukur Ágústsson, söngvari, og Daníel Þorsteinsson, píanóleikari, flytja negrasálma. Aðgangur ókeypis.
Kvikmyndasýning á Amtsbókasafninu á Akureyri kl. 20.00.
Sýnd verður myndin, ,,To Verdener" (Worlds apart), myndin er á dönsku en með enskum texta. Bjarni Randver Sigurvinsson, guðfræðingur, flytur stuttan inngang um myndina fyrir sýningu og stjórnar umræðum að henni lokinni.  Aðgangur ókeypis.

Þriðjudagur 5. maí

Morgunsöngur í Akureyrarkirkju kl. 9.00.
„Effaþa“, sýning Bryndísar Kondrup í Safnaðarheimilinu kl. 9.00-16.00.
Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju kl. 12.10.
Eydís Úlfarsdóttir, sópran, Helena Guðlaug Bjarnadóttir, sópran og Guðný Erla Guðmundsdóttir, píanóleikari. Aðgangur ókeypis.
Upp, upp, mín sál. Opnun á videosýningu Örnu Valsdóttur í turnum Akureyrarkirkju kl. 18.00.

Miðvikudagur 6. maí
„Effaþa“, sýning Bryndísar Kondrup í Safnaðarheimilinu kl. 9.00-16.00.
Mömmumorgunn kl. 9.30.

Kynning á námskeiði í magadansi, umsjón Líney Úlfarsdóttir.
Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju kl. 12.10.
Eyþór Ingi Jónsson, orgelleikari og Hjörleifur Örn Jónsson, slagverksleikari, spinna. Aðgangur ókeypis.
Upp, upp, mín sál.

Videosýning Örnu Valsdóttur í turnum Akureyrarkirkju kl. 11.00-18.00.
Námskeið í magadansi í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 20.00.
Farið verður lauslega í sögu magadansins og kennd verða nokkur spor og hollar hreyfingar fyrir konur og karla á öllum aldri. Leiðbeinandi er Líney Úlfarsdóttir.
Aðgangur ókeypis.

Fimmtudagur 7. maí
Kynning á krílasálmasöng í Akureyrarkirkju kl. 10.00.
Leiðbeinandi er Guðný Einarsdóttir. Aðgangur ókeypis.
Kyrrðarstund í Akureyrarkirkju kl. 12.00.
Upp, upp, mín sál.

Videosýning Örnu Valsdóttur í turnum Akureyrarkirkju kl. 11.00-18.00.
„Effaþa“, sýning Bryndísar Kondrup í Safnaðarheimilinu kl. 13.00-16.00.
Vorferð eldri borgara að Möðruvöllum í Hörgárdal.
Lagt af stað frá Akureyrarkirkju kl. 14.00, ekið að Möðruvöllum, þar sem sr. Solveig Lára og sr. Gylfi taka á móti hópnum. Farið verður í kirkjuna og að því loknu drukkið kaffi í Leikhúsinu. Fararstjórar, Þórunn Sigurbjörnsdóttir og Rafn Sveinsson. Verð kr. 1000.
Bíll fer frá Kjarnalundi kl. 13.00, Víðilundi kl 13.15 og Hlíð kl. 13.30. Skráning í síma 462-7700, virka daga milli kl. 9.00 og 13.00.
Tónleikar Stúlknakórs Akureyrarkirkju í Akureyrarkirkju kl. 20.00.
Meðleikarar eru Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Stefán Ingólfsson, Kristján Edelstein og Halldór G. Hauksson. Stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson. Miðaverð kr. 1000.

Föstudagur 8. maí
Arna Valsdóttir með sýninguna „Í hljóði“ í Akureyrarkirkju kl. 20.00-22.00.
Aðgangur ókeypis.

Laugardagur 9. maí

Upp, upp, mín sál.
Videosýning Örnu Valsdóttur í turnum Akureyrarkirkju kl. 11.00-18.00.
„Effaþa“, sýning Bryndísar Kondrup í Safnaðarheimilinu kl. 13.00-16.00.
Fyrirlestur í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 13.30.
Dr. David Porter, dómkirkjuprestur í Coventry, heldur fyrirlestur um friðar- og sáttargjörðarstarfið sem óx upp úr eyðileggingunni í Coventry eftir loftárás þjóðverja í nóvember árið 1940. Starfið teygir sig í dag til fjölmargra landa og mun dr. Porter segja frá því. Hann er í dag sá sem leiðir starfið út frá Coventry, en með honum í för er dr. Kanyon Wright sem var fyrsti presturinn í Coventry til að leiða þetta mikilvæga starf. Fyrirlesturinn verður þýddur á íslensku. Aðgangur ókeypis.

Sunnudagur 10. maí

Hátíðarguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir og sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir þjóna fyrir altari. Dr. David Porter prédikar. Kór Akureyrarkirkju, Hymnodia-Kammerkór Akureyrarkirkju og Stúlknakór Akureyrarkirkju syngja.
Organistar eru Eyþór Ingi Jónsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
Upp, upp, mín sál.
Videosýning Örnu Valsdóttur í turnum Akureyrarkirkju kl. 11.00-16.00.
„Effaþa“, sýning Bryndísar Kondrup í Safnaðarheimilinu kl. 13.00-16.00.

Hátíðartónleikar í Akureyrarkirkju kl. 16.00.
Kór Akureyrarkirkju ásamt kammersveit flytja verk eftir G.F. Händel og Felix Mendelssohn. Einsöngvarar eru Marta Guðrún Halldórsdóttir, sópran, Bragi Bergþórsson og Benedikt Ingólfsson, bassi. Stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson.
Miðaverð er kr. 2000, kr. 1500 fyrir ellilífeyrisþega og fólk á aldrinum 12-18 ára. Forsala aðgöngumiða í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju virka daga á milli kl. 9.00 og 13.00, verð í forsölu kr. 1500.

Athygli skal vakin á hádegisverðarmatseðli og sérstökum Kirkjulistaviku-matseðli Friðriks V, alla vikuna.