Æfingar barnakóra hefjast á fimmtudaginn

Það er margt spennandi framundan hjá barnakórunum. Fyrst má nefna verkefnið Hver vill hugga krílið sem flutt verður í Hofi og Hörpu á barnamenningarhátíð í apríl. Kórarnir fara í heimsóknir til annarra barnakóra, Eldri barnakórinn fer í sína árlegu óvissuferð og svo er það auðvitað hefðbundið starf sem við reynum að hafa sem allra skemmtilegast. Í kórunum eru bæði strákar og stelpur og nýir krakkar eru velkomnir í hópinn.