Mömmumorgunn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju

Mömmumorgnar eru alla miðvikudagsmorgna yfir vetrartímann, frá kl. 9.30 - 11.30,
í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.
Þetta er notaleg og góð samvera fyrir foreldra og ungbörn. Gott tækifæri til að hittast og spjalla og leyfa börnunum að leika sér og hitta önnur börn.

Í vetur verður boðið upp á fræðslu einu sinni til tvisvar í mánuði:

23. september kemur Soffía Einarsdóttir, sjúkraþjálfari, og ræðir um hreyfingu eftir meðgöngu.
7. október kemur Sólveig Skúladóttir, sjúkranuddari, og kennir einfalt og árangursríkt ungbarnanudd.
28. október kemur Elisabet Zitterbart, ljósmóðir, og fjallar um þegar fjölskyldan stækkar, áhrif á eldri systkini og samspil fjölskyldunnar.
11. nóvember ætla Eydís Björk Davíðsdóttir, söluráðgjafi hjá Volare, að koma og kynna barnavörurnar frá Volare og bjóða foreldrum upp á andlitsmaska og fræðslu.
2. desember kemur svo Guðný Bergvinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, og fer yfir hættur á heimilum og skyldihjálp barna.

Aðgangur er ókeypis og eru foreldrar með ungbörn hjartanlega velkomnir.