Morgunmessur og kvöldmessur í allt sumar

Í júní, júlí og ágúst skiptast sunnudagsmessurnar á að vera kl. 11 og kl. 20:30.  Er þetta gert til að sem flestir fái tækifæri til að taka þátt í helgihaldinu í sumar.  Bæði á það við um heimafólk sem gjarnan er á faraldsfæti og eins um fjölda ferðafólks sem heimsækir bæinn yfir sumartímann.  Sunnudaginn 18. júní nk. verður kvöldmessa kl. 20:30.  Prestur verður sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir og organisti er Björn Steinar Sólbergsson.