Námskeið 3. september

Prestar, starfsfólk, sóknarnefndarfólk og áhugafólk um kirkjulegt starf er hvatt til að sækja námskeið í Glerárkirkju 3. september sem ber yfirskriftina ,,Innandyra" og stendur frá 8:30 til 18:00. Fyrir hádegi verða stuttar kynningar á ýmsum verkefnum og þá sérstaklega á áherslum í stefnu Þjóðkirkjunnar fyrir komandi vetur, þar sem heimilið er í fyrirrúmi. Að loknum hádegisverði er svo fjöldi verkstæða í gangi þar sem hver og einn velur eftir eigin hentugleika, hvort heldur er hluti sem nýtast til safnaðarstarfs með börnum og unglingum eða í starfi sóknarnefndar. Það er fræðslusvið Biskupsstofu sem hefur frumkvæði að námskeiðahaldinu. Skráning er hjá Kristínu Arnardóttur í netfanginu: kristin.arnardottir@kirkjan.is Nánar má lesa um þessi námskeið á vef Eyjafjarðarprófastsdæmis: www.kirkjan.is/eyjafjardarprofastsdaemi.